Vita enn ekki hvers vegna kennaranum var vísað frá borði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2017 21:30 Juhel Miah er velskur kennari. Íslenskum stjórnvöldum er enn ekki kunnugt um ástæður ákvörðunar bandarískra yfirvalda um að hindra för breska ríkisborgarans Juhels Miah til New York frá Keflavíkurflugvelli í febrúar síðastliðnum. Hérlendum stjórnvöldum er almennt ekki tilkynnt um slíkar ákvarðanir.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um málið. Sigríður segir að íslensk stjórnvöld séu ekki upplýst um tilvik þar sem farþega er synjað um flutning á grundvelli tilmæla frá mótttökuríki. Þá sé flutningsaðila ekki tilkynnt um á hvaða grundvelli tilmælin byggi og því ekki hægt að segja til um á hverju ákvörðunin byggist hverju sinni. Miah var vísað frá borði eftir að tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum ákveðinna múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tók gildi. Miah, sem er kennari og múslimi frá Swansea, var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York í Bandaríkjunum, þegar honum var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Hann sagðist engar skýringar hafa fengið á málinu. Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 8. mars 2017 13:23 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur Ferðalöngum er reglulega meinað að fljúga til Bandaríkjanna líkt og hinum velska Juhel Miah. Flugfélög fá tilmæli að utan en fá ekki að vita ástæðuna. Miah segist ekki vita ástæðu þess að honum var vísað úr flugvél Icelandair. 22. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Íslenskum stjórnvöldum er enn ekki kunnugt um ástæður ákvörðunar bandarískra yfirvalda um að hindra för breska ríkisborgarans Juhels Miah til New York frá Keflavíkurflugvelli í febrúar síðastliðnum. Hérlendum stjórnvöldum er almennt ekki tilkynnt um slíkar ákvarðanir.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um málið. Sigríður segir að íslensk stjórnvöld séu ekki upplýst um tilvik þar sem farþega er synjað um flutning á grundvelli tilmæla frá mótttökuríki. Þá sé flutningsaðila ekki tilkynnt um á hvaða grundvelli tilmælin byggi og því ekki hægt að segja til um á hverju ákvörðunin byggist hverju sinni. Miah var vísað frá borði eftir að tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að meina ríkisborgurum ákveðinna múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tók gildi. Miah, sem er kennari og múslimi frá Swansea, var á ferð með öðrum kennurum og hóp af börnum á leið í skólaferð til New York í Bandaríkjunum, þegar honum var vísað frá borði rétt fyrir brottför. Hann sagðist engar skýringar hafa fengið á málinu.
Tengdar fréttir Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31 Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 8. mars 2017 13:23 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur Ferðalöngum er reglulega meinað að fljúga til Bandaríkjanna líkt og hinum velska Juhel Miah. Flugfélög fá tilmæli að utan en fá ekki að vita ástæðuna. Miah segist ekki vita ástæðu þess að honum var vísað úr flugvél Icelandair. 22. febrúar 2017 06:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Velski kennarinn: „Það eina sem ég vil er útskýring á þessu“ Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna Juhel Miah, kennara frá Wales, var meinað að ferðast til Bandaríkjanna. 21. febrúar 2017 13:31
Ráðuneytið ekki fengið neinar upplýsingar um mál kennarans og ekki beðið um þær Dómsmálaráðuneytið hefur hvorki beðið um né fengið upplýsingar um mál velska kennarans sem meinað var að ferðast til Bandaríkjanna, sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi í dag 21. febrúar 2017 15:31
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík neitaði að mæta í spjallþátt Piers Morgan Er hann ósáttur við orð Morgan eftir að sér var vísað frá borði auk þess sem að hann hefur efasemdir um Morgan vegna tengsla hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta. 8. mars 2017 13:23
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36
Ferðalöngum reglulega meinuð för vestur Ferðalöngum er reglulega meinað að fljúga til Bandaríkjanna líkt og hinum velska Juhel Miah. Flugfélög fá tilmæli að utan en fá ekki að vita ástæðuna. Miah segist ekki vita ástæðu þess að honum var vísað úr flugvél Icelandair. 22. febrúar 2017 06:00