Innlent

Könnun MMR: Fylgi Bjartrar framtíðar nú 3,2 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Alþingisgarðinum.
Úr Alþingisgarðinum. Vísir/GVA
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,2 prósent fylgi, en Vinstri græn mælast næststærst með 23,4 prósent fylgi.

Píratar mælast með 12,8 prósent fylgi, Framsókn með 11,1 prósent, Samfylkingin með 10,6 prósent, Viðreisn með 5,0 prósent. Björt framtíð og Flokkur fólksins eru nú jafn stór og mældust hvort um sig með 3,2 prósent fylgi, en fylgi annarra flokka mældist um og undir tvö prósent.

Könnunin fór fram dagana 11. til 26. apríl. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga, en alls kváðust 31,4 prósent styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 34,5 prósent í síðustu könnun sem lauk 13. mars.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Alls kváðust 31,4% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 34,5% í síðustu könnun.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist nú 25,2% og mældist 25,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 23,4% og mældist 23,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 12,8% og mældist 13,7% í síðustu könnun. 
  • Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,1% og mældist 11,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 5,0% og mældist 5,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mælidst nú 3,2% og mældist 3,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 3,2% og mældist 5,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 5,4% samanlagt.
Nánar má lesa um könnunina í frétt MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×