Telja Ísland með „hættuleg viðhorf“ gagnvart Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 15:59 Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, samþykkti listann yfir 47 ríki sem Rússar hafa vanþóknun á. Vísir/EPA Ísland er í hópi 47 ríkja sem rússnesk stjórnvöld telja hafa „hættuleg viðhorf“ sem stangist á við andleg og siðferðisleg gildi Rússlands. Flest Evrópuríki rata á listann auk Bandaríkjanna og Japans. Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands. Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands.
Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira