Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Pétur Fjeldsted skrifar 1. maí 2017 07:00 „Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihluta stuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar,“segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd/Pétur Fjeldsted „Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
„Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira