Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 21:13 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Náinn ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta er nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI vegna gruns um að hann hafi verið viðriðinn samskipti starfsmanna Trump í kosningabaráttunni við Rússa. Frá þessu er greint á vef Washington Post í kvöld en þar segir að þetta sýni að rannsóknin nái alla leið inn í Hvíta húsið og upp í efstu stöður ríkisstjórnar Trump. Ekki kemur fram í fréttinni hver þessi ráðgjafi er. Aukinn kraftur fer nú að færast í rannsóknina auk þess sem hún hættir að vera jafn hulin almenningi og hún hefur verið hingað til þar sem rannsakendurnir fara að taka viðtöl og kalla fólk í vitnaskýrslur. Þrátt fyrir það að þessi náni samstarfsmaður Trump sé nú til rannsóknar leggja heimildamenn Washington Post engu að síður áherslu á það að rannsóknin beinist fyrst og fremst að fyrrverandi samstarfsfólki forsetans, til að mynda þeim Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, og Paul Manafort sem stýrði kosningabaráttunni. Flynn sagði af sér í febrúar eftir að í ljós kom að hann hefði logið um samskipti sín við rússneska sendiherrann Sergey Kislyak. Á meðal þeirra sem hafa viðurkennt að hafa átt í samskiptum við Rússa áður en Trump tók við eru þeir Jared Kushner, tengdasonur hans, Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og Rex Tillerson utanríkisráðherra. Fyrr í vikunni var skipaður sérstakur saksóknari fyrir rannsóknina, Robert S. Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI. Tíu dagar eru síðan Trump rak James Comey, forstjóra FBI, úr embætti vegna Rússarannsóknarinnar en í kjölfarið átti hann fund með rússneskum embættismönnum. Á þeim fundi á hann að hafa kallað Comey rugludall að því er New York Times greinir frá og sagt Rússunum að brottvikning hans úr starfi myndi minnka pressuna á því að rannsóknin héldi áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Vandræði Trumps farin að smitast út á markaðinn Miklar lækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamarkaði í vikunni. Vandræði Trumps hafa neikvæð áhrif. Lilja Alfreðsdóttir segir markaðinn ráðast af því hvernig þingið tekur í efnahagsstefnu hans. 19. maí 2017 07:00