Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. maí 2017 20:00 Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Ágúst Örn Ingason er 21 árs menntaskólanemi sem hefur síðustu vikur fengið undarleg skilaboð frá smálánafyrirtækinu Hraðpeningar. Í tveimur skilaboðum er Ágústi bent á að hann eigi tuttugu þúsund krónur eftir af heimildinni sem hann geti nýtt þegar honum hentar. Ágúst segir þetta undarlegt þar sem hann eigi enga heimild hjá fyrirtækinu enda hafi hann aldrei átt í viðskiptum við það. Í skilaboðum sem Ágúst fékk í vikunni er hann ávarpaður með nafni og svo boðið að svara skilaboðunum og hann fái tuttugu þúsund króna lán um hæl. Í skriflegu svari frá stjórnendum Hraðpeninga kemur fram að aðeins notendur sem hafa verið í viðskiptum eða nýskráð sig hjá þeim fái skilaboðin. Ágúst segir þetta ekki rétt. „Ég veit um alla vega þrjá stráka sem fengu nákvæmlega eins sms. Þeir hafa hvorki skráð sig á póstlista né skráð sig hjá þessu fyrirtæki," segir hann.Hér má sjá skilboðin sem Ágúst hefur fengið - óumbeðiðEf Hraðpeningar geta ekki sannað að viðkomandi hafi skráð sig á póstlista eða leyft með einhverjum hætti sendingu skilaboða er fyrirtækið að brjóta fjarskiptalög um óumbeðin fjarskipti. Einnig er verið að skoða hjá Neytendastofu hvort fyrirtækið brjóti lög um neytendalán með því að bjóða lán án þess að öll skilyrði og kostnaður séu tekin fram en þetta er í fyrsta skipti sem svona mál kemur á borð stofnunarinnar.„Algjörlega siðlaust“ Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, segir ekki hægt að taka afstöðu til þess á þessu stigi hvort þetta tiltekna sms brjóti gegn ákvæðum laganna. „Við þurfum að fara í gegnum alla meðferðina og skoða hvort önnur samskipti hafi átt sér stað áður. Lögin um neytendalán gera mjög ríka upplýsingaskyldu á lánveitendur þannig að við þurfum að fara yfir þetta frá grunni," segir Matthildur. Formaður Neytendasamtakanna segir skilaboðin á kolsvörtu svæði. „Þetta er algjörlega siðlaust. Það er ekki hægt annað en að fordæma svona vinnubrögð. Ég vildi óska þess að stjórnvöld sæi til þess með einhverjum ráðum að þessi smálánastarfsemi fengi ekki þrifist hér á Íslandi," segir Ólafur. Stjórnendur Hraðpeninga veittu ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar en eins og áður sagði sendi fyrirtækið svör við spurningum fréttamanns.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira