Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 13:57 Kevin McCarthy og Paul Ryan ásamt Cahy McMorris, sem kom ekki að samtalinu um Putin og Trump. Vísir/AFP „það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. Þessi ummæli féllu þann 15. júní í fyrra. Skömmu áður höfðu McCarthy, Paul Ryan og fleiri fundað með Vladimir Groysman, forsætisráðherra Úkraínu í þinghúsinu í Washington. Fyrst töluðu þeir um það sem hafði verið rætt á fundinum, en Groysman sagði þeim frá aðferðum Rússa við að hafa áhrif á kosningar og lýðræði Evrópu. Hvernig þeir fjármögnuðu umdeilda frambjóðendur til að draga úr trausti á lýðræðislegar stofnanir Evrópu. Þetta var degi eftir að fregnir bárust af því að Rússar hefðu gert tölvuárás á landstjórn Demókrataflokksins. Þá lét McCarthy ummælin falla, samkvæmt upptökum sem blaðamaður Washington Post hefur hlustað á, en aðrir þingmenn hlóu. „Ég sver til guðs,“ bætti McCarthy við.„Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra“ Paul Ryan, forseti þingsins, greip þá inn í og sagði: „Enga leka. Þannig vitum við að við erum raunveruleg fjölskylda.“ Svo bætti Ryan við: „Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra.“ Samkvæmt Washington Post er erfitt að átta sig á upptökunum hvort að taka eigi ummælin bókstaflega, en hins vegar sýni þau fram á að leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu áhyggjur af aðkomu Rússa af kosningunum. Þrátt fyrir það hafa repúblikanar staðið dyggilega við bakið á Donald Trump í gegnum áköll um sjálfstæða saksóknara og rannsóknarnefndir og að kafað verði djúpt í aðgerðir Rússlands í Bandaríkjunum. Hægt er að lesa afrit af samtali þingmannanna hér á vef Washington Post.Lygin breyttist í brandara Í fyrstu sögðu talsmenn Ryan og McCarthy að þessi samskipti hefðu aldrei átt sér stað. „Það að McCarthy myndi halda þessu fram er fáránlegt og ekki satt,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Eftir að talsmanni Ryan var tilkynnt að Washington Post myndi vitna í upptöku af samræðunum kvað við annan tón. „Allt þetta ársgamla samtal var brandari. Enginn trúði því að leiðtogi meirihlutans væri í alvörunni að halda því fram að Donald Trump eða nokkur annar meðlimir flokksins væri á launum hjá Rússum. Það sem meira er, þá hafa forseti þingsins og aðrir leiðtogar ítrekað mælt gegn afskiptum Rússa af kosningunum og stendur rannsókn yfir hjá þinginu,“ sagði Brendan Buck, talsmaður Ryan. „Þetta var misheppnaður brandari,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Dana Rohrabacher er þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu og dyggur verjandi Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ken Grubbs, talsmaður hans, sagði þingmanninn ávalt hafa verið talsmann þess að bæta samskiptin við Rússland og hann þurfi ekki að vera á launum Rússa til að komast að þeirri niðurstöðu. Donald Trump Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra. Þessi ummæli féllu þann 15. júní í fyrra. Skömmu áður höfðu McCarthy, Paul Ryan og fleiri fundað með Vladimir Groysman, forsætisráðherra Úkraínu í þinghúsinu í Washington. Fyrst töluðu þeir um það sem hafði verið rætt á fundinum, en Groysman sagði þeim frá aðferðum Rússa við að hafa áhrif á kosningar og lýðræði Evrópu. Hvernig þeir fjármögnuðu umdeilda frambjóðendur til að draga úr trausti á lýðræðislegar stofnanir Evrópu. Þetta var degi eftir að fregnir bárust af því að Rússar hefðu gert tölvuárás á landstjórn Demókrataflokksins. Þá lét McCarthy ummælin falla, samkvæmt upptökum sem blaðamaður Washington Post hefur hlustað á, en aðrir þingmenn hlóu. „Ég sver til guðs,“ bætti McCarthy við.„Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra“ Paul Ryan, forseti þingsins, greip þá inn í og sagði: „Enga leka. Þannig vitum við að við erum raunveruleg fjölskylda.“ Svo bætti Ryan við: „Það sem er sagt innan fjölskyldunnar fer ekkert lengra.“ Samkvæmt Washington Post er erfitt að átta sig á upptökunum hvort að taka eigi ummælin bókstaflega, en hins vegar sýni þau fram á að leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu áhyggjur af aðkomu Rússa af kosningunum. Þrátt fyrir það hafa repúblikanar staðið dyggilega við bakið á Donald Trump í gegnum áköll um sjálfstæða saksóknara og rannsóknarnefndir og að kafað verði djúpt í aðgerðir Rússlands í Bandaríkjunum. Hægt er að lesa afrit af samtali þingmannanna hér á vef Washington Post.Lygin breyttist í brandara Í fyrstu sögðu talsmenn Ryan og McCarthy að þessi samskipti hefðu aldrei átt sér stað. „Það að McCarthy myndi halda þessu fram er fáránlegt og ekki satt,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Eftir að talsmanni Ryan var tilkynnt að Washington Post myndi vitna í upptöku af samræðunum kvað við annan tón. „Allt þetta ársgamla samtal var brandari. Enginn trúði því að leiðtogi meirihlutans væri í alvörunni að halda því fram að Donald Trump eða nokkur annar meðlimir flokksins væri á launum hjá Rússum. Það sem meira er, þá hafa forseti þingsins og aðrir leiðtogar ítrekað mælt gegn afskiptum Rússa af kosningunum og stendur rannsókn yfir hjá þinginu,“ sagði Brendan Buck, talsmaður Ryan. „Þetta var misheppnaður brandari,“ sagði Matt Sparks, talsmaður McCarthy. Dana Rohrabacher er þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu og dyggur verjandi Vladimir Putin, forseta Rússlands. Ken Grubbs, talsmaður hans, sagði þingmanninn ávalt hafa verið talsmann þess að bæta samskiptin við Rússland og hann þurfi ekki að vera á launum Rússa til að komast að þeirri niðurstöðu.
Donald Trump Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Versti dagur forsetatíðar Trump „Við erum eiginlega hjálparvana.“ 17. maí 2017 13:15 Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45 Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00 Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01 Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Umdeildur fógeti fær mögulega stöðu í ríkisstjórn Trump David Clarke er skráður í Demókrataflokkinn en hefur verið ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 18. maí 2017 10:45
Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu 18. maí 2017 07:00
Þingmenn hlæja að boði Putin "Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“ 17. maí 2017 14:01
Þáttastjórnendur tókust á við hneykslaflóð Trump Brandararnir virðast að mörgu leyti skrifa sig sjálfir þessa dagana. 17. maí 2017 11:00