„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2017 12:45 Sergey Kislyak, Michael Flynn, Paul Manafort og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum og mögulegu samstarfi framboðs hans við yfirvöld í Moskvu vera mestu nornaveiðar Bandaríkjanna sem beinast gegn stjórnmálamanni. Hann staðhæfir að fjölmargir ólöglegir atburðir hafi átt sér stað innan forsetaframboðs Hillary Clinton og í stjórnartíð Barack Obama. Þá hafi enginn sérstakur saksóknari verið skipaður. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan saksóknara í gær til þess að taka við stjórn áðurnefndar rannsóknar. Trump vissi ekki af skipuninni fyrr en búið var að skrifa undir hana.(Fyrra tístinu var eytt vegna stafsetningarvillu og sett inn aftur.)With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special counsel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special councel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 This is the single greatest witch hunt of a politician in American history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað Robert Mueller sem sérstakan saksóknara og mun hann taka við stjórn rannsóknarinnar. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þá ákvörðun í gærkvöldi eftir afdrifaríka daga þar sem fregnir bárust af mögulegum afskiptum Donald Trump af rannsókninni. Pressan hafði þá verið mikil og sérstaklega eftir að Trump viðurkenndi að hann hefði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna Rússarannsóknarinnar. Í þessari viku birtust svo fréttir um minnisblöð Comey frá fundum hans og Trump, þar sem Comey sagði Trump hafa beðið sig um að hætta rannsókninni.Trump vissi ekki af skipun saksóknara Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, er yfir rannsókninni vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá henni eftir að hann sagði ósatt frá samskiptum sínum og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, á meðan að kosningabaráttan var enn yfirstandandi. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump eftir að hann sagði einnig ósatt frá samskiptum sínum og Kislyak. Skipun Mueller mun líklega þagga í mörgum gagnrýnisröddum, en hann er sagður vera óháður og mun njóta ákveðins frelsis frá bæði ráðuneytinu og Hvíta húsinu. Samkvæmt frétt New York Times vissi Trump sjálfur ekki af skipuninni fyrr en eftir að Rosenstein hafði skrifað undir hana.Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja „svara fyrir sig“. Þá mun Jared Kushner, tengdasonur Trump, hafa slegið á svipaða strengi. Flestir aðrir á fundinum studdu þó að taka upp „sáttatón“.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Michael Flynn og aðrir starfsmenn Donald Trump höfðu minnst átján sinnum samskipti við rússneska embættismenn og aðra með tengsl við stjórnvöld Rússlands á sjö mánaða tímabili fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þessi samskipti eru til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna og þingnefndum sem rannsaka afskipti Rússa af kosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa.Heimildarmenn Reuters segja minnst sex símtöl á milli Michael Flynn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, vera til rannsóknar.Engar sannanir fyrir glæpsamlegu atferli Fjórir af heimildarmönnum Reuters, sem eru fyrrverandi og núverandi embættismenn, segja Flynn og Kislyak hafa rætt oftar saman eftir kosningarnar þann 8. nóvember. Meðal annars hafi þeir rætt hvernig hægt væri að koma á laggirnar samskiptaleið á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem færi fram hjá öryggiskerfum og skrifinnsku ríkjanna tveggja. Hins vegar segja þeir að þeir hafi ekki séð sannanir fyrir glæpsamlegu atferli né samstarfs á milli framboðsins og Rússlands. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna segja ljóst að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af forsetakosningunum í fyrra og að markmið þeirra hafi verið að koma í veg fyrir að Hillary Clinton myndi vinna. Til þess hafi þeir meðal annars beitt tölvuárásum og áróðri.Áhersla lögð á Flynn og Manafort Auk Michael Flynn, beina rannsakendur einnig sjónum sínum að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mikil áhersla mun vera lögð á þá tvo samkvæmt frétt NBC og er rannsóknin skilgreind sem sakamálarannsókn. Stefnur hafa verið gefnar út og gagna hefur verið krafist undanfarna mánuði og meðal þess sem FBI, með hjálp fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu, er að skoða eru millifærslur, samskipti og viðskiptatengsl. Einn fyrrverandi starfsmaður FBI segir þó að rannsóknin hafi orðið fyrir skaða þegar tilvist hennar lak til fjölmiðla í fyrra. Flynn skráði sig nýverið sem útsendara Tyrklands eftir þrýsting frá Dómsmálaráðuneytinu. Hann hafði fengið um hálfa milljón dala frá yfirvöldum þar á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann hefur einnig lent í vandræðum fyrir að hafa ekki greint hernum frá greiðslum sem hann fékk frá yfirvöldum í Rússlandi árið 2015.Samkvæmt New York Times vissu Trump-liðar þó af þvi að Flynn væri til rannsóknar vegna peninganna sem hann fékk frá Tyrklandi, þegar hann var ráðinn. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew G. McCabe, staðfesti í síðustu viku að „mjög þýðingamikil“ rannsókn stæði yfir. NYT segir að rannsakendur virðist hafa gefið verulega í á undanförnum vikum.Vilja enn rannsóknarnefnd Þrátt fyrir að Mueller hafi nú tekið við rannsókninni sem sérstakur saksóknari kalla demókratar enn eftir sjálfstæðri rannsóknarnefnd innan þingsins. Þingmaðurinn Adam Schiff segir að slík nefnd myndi rannsaka afskipti Rússa af kosningunum. Hvað þeir gerðu og hvernig eigi að bregðast við því í framtíðinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum og mögulegu samstarfi framboðs hans við yfirvöld í Moskvu vera mestu nornaveiðar Bandaríkjanna sem beinast gegn stjórnmálamanni. Hann staðhæfir að fjölmargir ólöglegir atburðir hafi átt sér stað innan forsetaframboðs Hillary Clinton og í stjórnartíð Barack Obama. Þá hafi enginn sérstakur saksóknari verið skipaður. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan saksóknara í gær til þess að taka við stjórn áðurnefndar rannsóknar. Trump vissi ekki af skipuninni fyrr en búið var að skrifa undir hana.(Fyrra tístinu var eytt vegna stafsetningarvillu og sett inn aftur.)With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special counsel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 With all of the illegal acts that took place in the Clinton campaign & Obama Administration, there was never a special councel appointed!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 This is the single greatest witch hunt of a politician in American history!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2017 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað Robert Mueller sem sérstakan saksóknara og mun hann taka við stjórn rannsóknarinnar. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna tók þá ákvörðun í gærkvöldi eftir afdrifaríka daga þar sem fregnir bárust af mögulegum afskiptum Donald Trump af rannsókninni. Pressan hafði þá verið mikil og sérstaklega eftir að Trump viðurkenndi að hann hefði rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna Rússarannsóknarinnar. Í þessari viku birtust svo fréttir um minnisblöð Comey frá fundum hans og Trump, þar sem Comey sagði Trump hafa beðið sig um að hætta rannsókninni.Trump vissi ekki af skipun saksóknara Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, er yfir rannsókninni vegna þess að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, sagði sig frá henni eftir að hann sagði ósatt frá samskiptum sínum og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, á meðan að kosningabaráttan var enn yfirstandandi. Michael Flynn neyddist til að segja af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump eftir að hann sagði einnig ósatt frá samskiptum sínum og Kislyak. Skipun Mueller mun líklega þagga í mörgum gagnrýnisröddum, en hann er sagður vera óháður og mun njóta ákveðins frelsis frá bæði ráðuneytinu og Hvíta húsinu. Samkvæmt frétt New York Times vissi Trump sjálfur ekki af skipuninni fyrr en eftir að Rosenstein hafði skrifað undir hana.Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja „svara fyrir sig“. Þá mun Jared Kushner, tengdasonur Trump, hafa slegið á svipaða strengi. Flestir aðrir á fundinum studdu þó að taka upp „sáttatón“.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Michael Flynn og aðrir starfsmenn Donald Trump höfðu minnst átján sinnum samskipti við rússneska embættismenn og aðra með tengsl við stjórnvöld Rússlands á sjö mánaða tímabili fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Þessi samskipti eru til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna og þingnefndum sem rannsaka afskipti Rússa af kosningunum og mögulegt samstarf framboðs Trump við Rússa.Heimildarmenn Reuters segja minnst sex símtöl á milli Michael Flynn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, og Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, vera til rannsóknar.Engar sannanir fyrir glæpsamlegu atferli Fjórir af heimildarmönnum Reuters, sem eru fyrrverandi og núverandi embættismenn, segja Flynn og Kislyak hafa rætt oftar saman eftir kosningarnar þann 8. nóvember. Meðal annars hafi þeir rætt hvernig hægt væri að koma á laggirnar samskiptaleið á milli Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem færi fram hjá öryggiskerfum og skrifinnsku ríkjanna tveggja. Hins vegar segja þeir að þeir hafi ekki séð sannanir fyrir glæpsamlegu atferli né samstarfs á milli framboðsins og Rússlands. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir Bandaríkjanna segja ljóst að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af forsetakosningunum í fyrra og að markmið þeirra hafi verið að koma í veg fyrir að Hillary Clinton myndi vinna. Til þess hafi þeir meðal annars beitt tölvuárásum og áróðri.Áhersla lögð á Flynn og Manafort Auk Michael Flynn, beina rannsakendur einnig sjónum sínum að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mikil áhersla mun vera lögð á þá tvo samkvæmt frétt NBC og er rannsóknin skilgreind sem sakamálarannsókn. Stefnur hafa verið gefnar út og gagna hefur verið krafist undanfarna mánuði og meðal þess sem FBI, með hjálp fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna og leyniþjónustu, er að skoða eru millifærslur, samskipti og viðskiptatengsl. Einn fyrrverandi starfsmaður FBI segir þó að rannsóknin hafi orðið fyrir skaða þegar tilvist hennar lak til fjölmiðla í fyrra. Flynn skráði sig nýverið sem útsendara Tyrklands eftir þrýsting frá Dómsmálaráðuneytinu. Hann hafði fengið um hálfa milljón dala frá yfirvöldum þar á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hann hefur einnig lent í vandræðum fyrir að hafa ekki greint hernum frá greiðslum sem hann fékk frá yfirvöldum í Rússlandi árið 2015.Samkvæmt New York Times vissu Trump-liðar þó af þvi að Flynn væri til rannsóknar vegna peninganna sem hann fékk frá Tyrklandi, þegar hann var ráðinn. Starfandi yfirmaður FBI, Andrew G. McCabe, staðfesti í síðustu viku að „mjög þýðingamikil“ rannsókn stæði yfir. NYT segir að rannsakendur virðist hafa gefið verulega í á undanförnum vikum.Vilja enn rannsóknarnefnd Þrátt fyrir að Mueller hafi nú tekið við rannsókninni sem sérstakur saksóknari kalla demókratar enn eftir sjálfstæðri rannsóknarnefnd innan þingsins. Þingmaðurinn Adam Schiff segir að slík nefnd myndi rannsaka afskipti Rússa af kosningunum. Hvað þeir gerðu og hvernig eigi að bregðast við því í framtíðinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira