Ellefu tíma flug frá Barcelona til Barcelona Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. maí 2017 12:30 Vél Vueling átti að lenda í Keflavík á tíunda tímanum í gærkvöldi en var snúið við vegna veðurs. Vísir/EPA „Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“ Fréttir af flugi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlega spennandi, eða þannig,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Vísi. Ellen var meðal farþega í flugi Vueling frá Barcelona sem átti að lenda í Keflavík í gær en var snúið við vegna slæmra veðurskilyrða í Keflavík, þrátt fyrir að aðrar vélar hafi lent í Keflavík um svipað leyti. Ferðalagið frá Barcelona aftur til Barcelona tók alls ellefu klukkustundir og voru farþegar enn að bíða þess að komast um borð og halda loks til Keflavíkur klukkan 11 í morgun. „Ég var á leiðinni heim með Vueling frá Barcelona til Keflavíkur í gær en þegar við vorum komin svolítið á veg þá segir flugstjórinn að það sé svo brjálað veður í Keflavík að hann þurfi að lenda í Glasgow til að taka meira eldsneyti svo hann geti flogið á annan flugvöll ef ske kynni að ekki sé hægt að lenda í Keflavík,“ segir Ellen. Til að lenda í Glasgow þurfti vélin að brenna eldsneyti svo að vélin hringsólaði yfir Glasgow í um klukkutíma. Þar sátu farþegar í vélinni á flugbrautinni í þrjá til fjóra klukkutíma. „Þá var okkur boðið einhverjum að fara út í Glasgow en þá þurftu þeir að borga hótel og flug og allt sjálfir og koma sér sjálfir á áfangastað. Þá þurfti náttúrulega að afferma töskur og finna töskur þeirra sem ætluðu út þar. Síðan var snúið aftur til Barcelona.“Ellen CalmonVísir/AntonEngar útskýringar Þegar vélin lenti aftur til Barcelona fengust engar sérstakar upplýsingar, þau voru boðin velkomin til Barcelona, fengu upplýsingar um veður og voru beðin afsökunar á óþægindunum. „Svo fórum við bara í biðsalinn, sóttum töskurnar okkar og þá biðum við í tvo tíma í röð. Búin að vera 11 klukkustundir í vélinni og í þeirri röð var okkur boðið að fara á hótel sem tæki hálftíma að komast á. Við áttum að vera komin aftur upp á völl klukkan 11 og þá var klukkan 7. Þannig að það var útlit fyrir að ef maður myndi þiggja það þá væri maður klukkutíma á hótelinu og enginn hafði orku til að þvælast í rútu eða vesenast eitthvað í því.“ Hún segir að þjónustan um borð í þessa ellefu klukkutíma hafi ekki verið upp á marga fiska. „Við fengum vatn að drekka en það var ekki boðið upp á neina aðra næringu. Einhverjir fengu að kaupa smotterí fljótlega eftir að við lentum en svo var lokað fyrir alla þjónustu og ekki hægt að kaupa neitt meira. Svörin við því voru að ef þau færu að selja þjónustu þá vilja allir kaupa og það var ekki hægt.“ Ellen furðar sig mjög á ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík, allt annað áætlunarflug virðist hafa lent í Keflavík í gær. „Ég bý svo vel að þekkja flugvirkja, flugþjóna og flugmann, flesta hjá Icelandair og það furða sig allir á þessu,“ segir Ellen. „Ef þetta eru ekki þannig sérstakar aðstæður að fleiri hafi þurft að fresta aðflugi í Keflavík þá hlýtur flugfélagið að vera bótaskylt.“Ákvörðun flugfélagsins Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist engar skýringar hafa á því að flugi Vueling hafi verið snúið við. „Það er ákvörðun flugmannanna, eða flugfélagsins, hverju sinni. En það voru aðrar flugvélar sem lentu þarna,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þetta virkar þannig að það eru gefnar upp veðurupplýsingar og flugmenn ákveða eftir aðstæðum og hvernig þeir meta aðstæður og eftir sínum öryggisreglum. Þannig að þeir taka ákvörðun. Það kemur okkur í raun ekki við hvaða ákvörðun þeir taka og við vitum ekki af hverju þeir taka þessa ákvörðun.“
Fréttir af flugi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira