Eurovision-múnarinn stendur frammi fyrir fangelsisvist Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 19:12 Múnarinn er ekki ástralskur, eins og margir héldu sökum fánans, heldur úkraínskur hrekkjalómur að nafni Vitalii Sediuk. Vísir/Skjáskot Maðurinn sem stökk upp á svið í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gær, og beraði á sér rassinn stendur nú frammi fyrir fangelsisvist. Þetta kemur fram á vef ESC Today. Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu og við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt. Sediuk er frægur fyrir hrekki sína en hann sérhæfir sig í truflunum á borð við þá sem átti sér stað á Eurovision-sviðinu í gær. Á alþjóðavísu hefur Sediuk helst unnið sér það til frægðar að veitast að ofurfyrirsætunni Gigi Hadid í Mílanó á Ítalíu fyrr á þessu ári og þá ógnaði hann einnig öryggi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París í Frakklandi árið 2014. Þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem truflun verður á atriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Árið 2010 stökk hrekkjalómurinn Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði spænska Eurovision-keppandans Daniel Diges.Hér má sjá Eurovision-truflun Jimmy Jump frá árinu 2010 en keppnin var þá haldin í Osló í Noregi:Og hér má sjá Vitalii Sediuk trufla atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í gærkvöldi:This just happened on #Eurovisionpic.twitter.com/liniTBzCBG— Chris (@ChrisPalacefc) May 13, 2017 Eurovision Tengdar fréttir Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Maðurinn sem stökk upp á svið í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gær, og beraði á sér rassinn stendur nú frammi fyrir fangelsisvist. Þetta kemur fram á vef ESC Today. Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu og við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt. Sediuk er frægur fyrir hrekki sína en hann sérhæfir sig í truflunum á borð við þá sem átti sér stað á Eurovision-sviðinu í gær. Á alþjóðavísu hefur Sediuk helst unnið sér það til frægðar að veitast að ofurfyrirsætunni Gigi Hadid í Mílanó á Ítalíu fyrr á þessu ári og þá ógnaði hann einnig öryggi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París í Frakklandi árið 2014. Þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem truflun verður á atriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Árið 2010 stökk hrekkjalómurinn Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði spænska Eurovision-keppandans Daniel Diges.Hér má sjá Eurovision-truflun Jimmy Jump frá árinu 2010 en keppnin var þá haldin í Osló í Noregi:Og hér má sjá Vitalii Sediuk trufla atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í gærkvöldi:This just happened on #Eurovisionpic.twitter.com/liniTBzCBG— Chris (@ChrisPalacefc) May 13, 2017
Eurovision Tengdar fréttir Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50