Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 13:30 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.” Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.”
Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Sjá meira
Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00