„Þetta er mikið og þungt högg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 16:23 Vilhjálmur Birgisson var á fundi starfsmanna í dag. Vísir/Anton „Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“ Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14