Læknir segir lakkrís lífshættulegan Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2017 13:23 Lakkrís er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis, hann er í sósum, hann er í ís ... og nú er komið á daginn að blessaður lakkrísinn er hættulegur heilsu okkar. „Ég er hættur að borða lakkrís,“ sagði Bjarni Þór Sigurðsson auglýsingastjóri Vísis náfölur þegar hann mætti til morgunverðar í höfuðstöðvum 365. Hann hafði verið að hlusta á Morgunútvarp Rásar 2 þar sem meðal annars var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan undir ákveðnum kringumstæðum. Víst er að mörgum íslenskum nammigrísum var og er illa brugðið því lakkrís er eftirlætissælgæti landsmanna og hann er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis og reyndar öðrum neysluvörum.Hár blóðþrýstingur, búgsöfnun og kalsíumskorturHelga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar. „Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.Helga Ágústa skaut íslenskum nammigrísum skelk í bringu í morgun þegar hún fór yfir það hversu óhollur lakkrísinn er.Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.Hryllingssögur af áhrifum lakkrísátsHún segir jafnframt að líkaminn sé lengi að losa sig við lakkrís úr líkamanum og hann hafi einnig virkni á hormónakerfi nýrnahettunum sem hefur með aldurhormón að gera. Sú hömlun er í gangi í tvo til þrjá mánuði eftir að við höfum borðað lakkrís. Helga Ágústa kann hryllingssögur af innlögum fólks á spítala, drengur sem var lamaður vegna heilabjúgs sem lakkrísát hafði framkallað og stúlka sem studd var á spítalann af föður sínum, hún gat hvorki lyft höndum né fótum og engir reflexar frá taugakerfinu. Stúlkan var lögð á taugadeild, en í fyrstu var talið að hún væri þjökuð af bráðum taugasjúkdóm. En, ástæðan var of mikið og títt lakkrísát sem orsakaði 1,5 í calsium sem er lágt gildi og þá ná vöðvarnir ekki að virka á eðlilegan hátt.Lífhættulegt ástand en getur gengið til baka„Ef við lendum í hjartsláttartruflunum getur verið erfitt að ná okkur út úr því. Við getum lent í lífshættulegt ástand með svo lágt calsium. Jafnvel hjartastoppi,“ segir Helga Ágústa læknir og sérfræðingur í virkni lakkríss. Hún kallar eftir vakningu í þessum efnum og hvetur foreldra til að halda börnum sínum frá lakkrísáti.Finnur Geirsson er forstjóri Nóa Síríus. Sælgætisframleiðendur hafa spornað gegn þessari virkni en benda á að hóf sé í öllu best.Góðu fréttirnar eru þær að neikvæð áhrif lakkríss á líkamann eru ekki varanleg, þau geta gengið til baka ef fólk hættir að borða lakkrís. En, ekki er hlaupið að því að sniðganga lakkrís ef menn kjósa svo heilsu sinnar vegna því lakkrís er að finna í býsna mörgu; nýja vörulínan frá Nóa Síríus gengur út á að lakkrís sé í namminu, lakkrís er að finna í kökuuppskriftum, hann er vinsæll með ís og jafnvel er lakkrís blandað í sósur. Gæðastjóri Nóa Síríus er Rúnar Ingibjartsson og Vísir bar þetta undir hann.Nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru-innihaldi„Þú vitnar í ágætt viðtal á Rás2 við Helgu Ágústsdóttur lækni þar sem rætt er um skaðsemi lakkríss. Lakkrís inniheldur glycyrrhizinicsýru sem veldur háþrýstingi ef hennar er neytt í of miklu magni. Eins og oftast þegar rætt er um matvæli þá gildir reglan um neyslu í hófi,“ segir Rúnar. Auk Nóa Síríus er Góa, Freyja og Kólus þeir sem helst framleiða lakkrís á Íslandi. Finnur segir að það sem þeir sælgætisframleiðendur hafi gert til þess að minnka áhrifin af áðurnefndu efni „er að nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru innihaldi en áður tíðkaðist og náum þannig að framleiða bragðgóðan lakkrís með minna innihald af glycyrrhizinicsýru en áður tíðkaðist. Okkar vörur eru líka þannig samsettar að lakkríshlutinn er oft ekki meiri en 10-20% af vörunni. Hinn hlutinn er þá súkkulaði eða eitthvað annað en lakkrís. En eins og málshátturinn segir: Hóf er á öllu best.“ Heilsa Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
„Ég er hættur að borða lakkrís,“ sagði Bjarni Þór Sigurðsson auglýsingastjóri Vísis náfölur þegar hann mætti til morgunverðar í höfuðstöðvum 365. Hann hafði verið að hlusta á Morgunútvarp Rásar 2 þar sem meðal annars var rætt við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur lækni sem varaði eindregið við lakkrísáti, og sagði lakkrís geta reynst lífshættulegan undir ákveðnum kringumstæðum. Víst er að mörgum íslenskum nammigrísum var og er illa brugðið því lakkrís er eftirlætissælgæti landsmanna og hann er að finna í ótrúlega mörgum tegundum sælgætis og reyndar öðrum neysluvörum.Hár blóðþrýstingur, búgsöfnun og kalsíumskorturHelga Ágústa skrifaði doktorsritgerð um virkni lakkrís á líkamann og hún hefur fylgt þeim rannsóknum eftir og komist að því að lakkrís hefur afar neikvæð áhrif á heilsu okkar. „Lakkrís hefur áhrif á ákveðið efni í líkamanum sem á að brjóta niður mjög virkt hormón, eitt mikilvægasta hormónið eða cortisol, niður í óvirkara form. Þetta er ákveðinn varnarmekkanismi líkamans.Helga Ágústa skaut íslenskum nammigrísum skelk í bringu í morgun þegar hún fór yfir það hversu óhollur lakkrísinn er.Lakkrís hindrar virkni þessa ensímis og þannig getur cortisolið farið að virka lengur og veldur háum blóðþrýstingi, bjúgsöfnun, kalíumskorti, getur þar af leiðandi valdið fylgikvillum þessa með hjartsláttartruflunum ef við erum lág í kalíum, heilablóðföllum og hjartaáföllum ef við erum há í blóðþrýstingi. Bara að vera komin með hindrun á þetta efni er mjög skaðlegt,“ segir Helga Ágústa.Hryllingssögur af áhrifum lakkrísátsHún segir jafnframt að líkaminn sé lengi að losa sig við lakkrís úr líkamanum og hann hafi einnig virkni á hormónakerfi nýrnahettunum sem hefur með aldurhormón að gera. Sú hömlun er í gangi í tvo til þrjá mánuði eftir að við höfum borðað lakkrís. Helga Ágústa kann hryllingssögur af innlögum fólks á spítala, drengur sem var lamaður vegna heilabjúgs sem lakkrísát hafði framkallað og stúlka sem studd var á spítalann af föður sínum, hún gat hvorki lyft höndum né fótum og engir reflexar frá taugakerfinu. Stúlkan var lögð á taugadeild, en í fyrstu var talið að hún væri þjökuð af bráðum taugasjúkdóm. En, ástæðan var of mikið og títt lakkrísát sem orsakaði 1,5 í calsium sem er lágt gildi og þá ná vöðvarnir ekki að virka á eðlilegan hátt.Lífhættulegt ástand en getur gengið til baka„Ef við lendum í hjartsláttartruflunum getur verið erfitt að ná okkur út úr því. Við getum lent í lífshættulegt ástand með svo lágt calsium. Jafnvel hjartastoppi,“ segir Helga Ágústa læknir og sérfræðingur í virkni lakkríss. Hún kallar eftir vakningu í þessum efnum og hvetur foreldra til að halda börnum sínum frá lakkrísáti.Finnur Geirsson er forstjóri Nóa Síríus. Sælgætisframleiðendur hafa spornað gegn þessari virkni en benda á að hóf sé í öllu best.Góðu fréttirnar eru þær að neikvæð áhrif lakkríss á líkamann eru ekki varanleg, þau geta gengið til baka ef fólk hættir að borða lakkrís. En, ekki er hlaupið að því að sniðganga lakkrís ef menn kjósa svo heilsu sinnar vegna því lakkrís er að finna í býsna mörgu; nýja vörulínan frá Nóa Síríus gengur út á að lakkrís sé í namminu, lakkrís er að finna í kökuuppskriftum, hann er vinsæll með ís og jafnvel er lakkrís blandað í sósur. Gæðastjóri Nóa Síríus er Rúnar Ingibjartsson og Vísir bar þetta undir hann.Nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru-innihaldi„Þú vitnar í ágætt viðtal á Rás2 við Helgu Ágústsdóttur lækni þar sem rætt er um skaðsemi lakkríss. Lakkrís inniheldur glycyrrhizinicsýru sem veldur háþrýstingi ef hennar er neytt í of miklu magni. Eins og oftast þegar rætt er um matvæli þá gildir reglan um neyslu í hófi,“ segir Rúnar. Auk Nóa Síríus er Góa, Freyja og Kólus þeir sem helst framleiða lakkrís á Íslandi. Finnur segir að það sem þeir sælgætisframleiðendur hafi gert til þess að minnka áhrifin af áðurnefndu efni „er að nota lakkrísrót með lægra glycyrrhizinicsýru innihaldi en áður tíðkaðist og náum þannig að framleiða bragðgóðan lakkrís með minna innihald af glycyrrhizinicsýru en áður tíðkaðist. Okkar vörur eru líka þannig samsettar að lakkríshlutinn er oft ekki meiri en 10-20% af vörunni. Hinn hlutinn er þá súkkulaði eða eitthvað annað en lakkrís. En eins og málshátturinn segir: Hóf er á öllu best.“
Heilsa Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira