Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Fjöldi safnaðist saman fyrir utan Hvíta húsið til að mótmæla Trump. Nordicphotos/AFP „Hann stóð sig einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar fjölmiðlar spurðu hann hvers vegna hann hefði ákveðið að reka James Comey, yfirmann alríkislögreglunnar (FBI). Sagði Trump að í stað Comeys kæmi einhver sem myndi standa sig mun betur. Eftirmaðurinn þyrfti að endurreisa heiður FBI. „Comey tapaði trausti næstum allra í Washington. Jafnt Demókrata sem Repúblikana. Þegar fólk róast niður munu allir þakka mér,“ sagði forsetinn enn fremur. Trump ákvað að reka Comey eftir að nýr aðstoðardómsmálaráðherra, Rod Rosenstein, mælti með því. Alríkislögreglan rannsakar um þessar mundir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra sem og meint tengsl rússneskra stjórnvalda við framboð Trumps. Þess má geta að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og yfirmaður Rosensteins, sætir einnig rannsókn, enda studdi hann Trump í kosningabaráttunni.James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar.Nordicphotos/AFPÍ bréfi Rosensteins til Trumps segir að almenningur hafi misst allt traust á alríkislögreglunni vegna þess hvernig staðið var að rannsókn á einkatölvupóstþjóni Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata. Tilkynnti Comey í fyrra að Clinton yrði ekki sótt til saka. Stuttu fyrir kosningar var rannsóknin svo opnuð á ný og gagnrýndu Demókratar Comey harðlega fyrir tímasetninguna og ákvörðunina. Ákvörðun alríkislögreglunnar breyttist hins vegar ekki og rannsókninni var lokað á ný. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, gagnrýndi Trump harðlega í gær fyrir brottreksturinn. „Snerist þetta í raun um eitthvað annað?“ spurði Schumer í gær. Sagði hann enn fremur að þörf væri á sérstökum, óháðum saksóknara til að rannsaka Rússlandsmálið. New York Times greindi frá því í gær að stuttu fyrir brottreksturinn hefði Comey beðið um aukin úrræði til þess að rannsaka málið. Fór hann persónulega fram á það við Rosenstein.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPSarah Huckabee Sanders, aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, þvertók hins vegar fyrir það að brottreksturinn tengdist Rússlandsrannsókninni. „Comey hafði misst traust forsetans og satt best að segja hafði forsetinn íhugað að víkja Comey úr starfi allt frá því hann náði kjöri,“ sagði Sanders við blaðamenn í gær. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var einnig spurður um brottrekstur Comeys í gær. Blaðamaður CBS náði tali af Pútín, sem þá var klæddur í íshokkíbúning og á leiðinni inn á íshokkívöll. Sagði Putin að brottreksturinn hefði engin áhrif á samskipti ríkjanna og að spurningin væri fyndin. „Við tengjumst þessu ekki neitt,“ sagði Pútín. Samkvæmt heimildum Reuters koma fjórir til greina sem eftirmaður Comeys. Andrew McCabe, starfandi yfirmaður FBI, Paul Abbate aðstoðaryfirmaður, Michael J. Anderson, rannsóknarlögreglustjóri í Chicago, og Adam Lee, rannsóknarlögreglustjóri í Richmond. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
„Hann stóð sig einfaldlega ekki nógu vel,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar fjölmiðlar spurðu hann hvers vegna hann hefði ákveðið að reka James Comey, yfirmann alríkislögreglunnar (FBI). Sagði Trump að í stað Comeys kæmi einhver sem myndi standa sig mun betur. Eftirmaðurinn þyrfti að endurreisa heiður FBI. „Comey tapaði trausti næstum allra í Washington. Jafnt Demókrata sem Repúblikana. Þegar fólk róast niður munu allir þakka mér,“ sagði forsetinn enn fremur. Trump ákvað að reka Comey eftir að nýr aðstoðardómsmálaráðherra, Rod Rosenstein, mælti með því. Alríkislögreglan rannsakar um þessar mundir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra sem og meint tengsl rússneskra stjórnvalda við framboð Trumps. Þess má geta að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra og yfirmaður Rosensteins, sætir einnig rannsókn, enda studdi hann Trump í kosningabaráttunni.James Comey, fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar.Nordicphotos/AFPÍ bréfi Rosensteins til Trumps segir að almenningur hafi misst allt traust á alríkislögreglunni vegna þess hvernig staðið var að rannsókn á einkatölvupóstþjóni Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata. Tilkynnti Comey í fyrra að Clinton yrði ekki sótt til saka. Stuttu fyrir kosningar var rannsóknin svo opnuð á ný og gagnrýndu Demókratar Comey harðlega fyrir tímasetninguna og ákvörðunina. Ákvörðun alríkislögreglunnar breyttist hins vegar ekki og rannsókninni var lokað á ný. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, gagnrýndi Trump harðlega í gær fyrir brottreksturinn. „Snerist þetta í raun um eitthvað annað?“ spurði Schumer í gær. Sagði hann enn fremur að þörf væri á sérstökum, óháðum saksóknara til að rannsaka Rússlandsmálið. New York Times greindi frá því í gær að stuttu fyrir brottreksturinn hefði Comey beðið um aukin úrræði til þess að rannsaka málið. Fór hann persónulega fram á það við Rosenstein.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPSarah Huckabee Sanders, aðstoðarfjölmiðlafulltrúi forsetans, þvertók hins vegar fyrir það að brottreksturinn tengdist Rússlandsrannsókninni. „Comey hafði misst traust forsetans og satt best að segja hafði forsetinn íhugað að víkja Comey úr starfi allt frá því hann náði kjöri,“ sagði Sanders við blaðamenn í gær. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var einnig spurður um brottrekstur Comeys í gær. Blaðamaður CBS náði tali af Pútín, sem þá var klæddur í íshokkíbúning og á leiðinni inn á íshokkívöll. Sagði Putin að brottreksturinn hefði engin áhrif á samskipti ríkjanna og að spurningin væri fyndin. „Við tengjumst þessu ekki neitt,“ sagði Pútín. Samkvæmt heimildum Reuters koma fjórir til greina sem eftirmaður Comeys. Andrew McCabe, starfandi yfirmaður FBI, Paul Abbate aðstoðaryfirmaður, Michael J. Anderson, rannsóknarlögreglustjóri í Chicago, og Adam Lee, rannsóknarlögreglustjóri í Richmond.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30
Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, var rekinn af Donald Trump nokkrum dögum síðar. 10. maí 2017 17:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent