Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 11:19 Vindaspáin fyrir hádegi í dag. mynd/veðurstofa íslands Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08
Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40