Mikið af peningum til sem fólk veit varla af Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 10. maí 2017 10:30 Stella Rózenkranz, Ásgeir Hjartarson, Bergþóra Þórsdóttir, Steinunn, Soffía, Þórdís Imsland og Einar Egilsson. VÍSIR/STEFÁN ÁRNI Steinunn Camilla og Soffía Jónsdóttir, umboðsmenn Svölu, hafa fjölmörg járn í eldinum, meðal annars tækninýjungina UNNA, sem hjálpar listamönnum að fá borgað fyrir vinnu sína. „Við erum úti um allt, meira að segja hér í Úkraínu. Umboðsskrifstofan okkar Iceland Sync Management er á Íslandi og svo erum við með tónlistar- og tæknifyrirtæki í Los Angeles sem heitir Icelandic Record / UNNA,“ segir Steinunn Camilla, önnur af umboðsmönnum Svölu Björgvinsdóttur. Hin er Soffía Jónsdóttir og eru þær verkefnastjórar atriðis Svölu og halda utan um það með fagmannlegum hætti. Fínustu smáatriði fara ekki fram hjá vökulum augum þeirra. Það hefur sést frá því að Fréttablaðið kom til Kænugarðs. UNNA er verkefni sem þær settu á laggirnar ásamt Dave Stritzinger og Ray Young. Er það gert til að einfalda hinn flókna bakheim tónlistarinnar.„Við erum að hjálpa höfundum og flytjendum að halda utan um réttindi sín svo þau fái nú örugglega borgað fyrir vinnuna sína. Það eru miklir peningar í umferð sem fólk veit varla af og við erum að hjálpa þeim að finna þá því þeir liggja víða,“ segir Soffía. Þær stöllur fengu smjörþefinn af Eurovision í fyrra þegar þær héldu utan um atriði Öldu Dísar sem endaði í öðru sæti í forkeppninni á Íslandi. Steinunn segir að þróunin á keppninni sé mjög góð og lagið Paper passi vel inn í þá þróun. „Það eru ekki bara trumbur og þjóðlagadót núna þótt það sé skemmtilegt og geri Eurovision að því sem það er en mér finnst Paper passa vel inn í.“ Eurovision er að verða töffSoffía kemur af miklu söngkyni og segir að Eurovision sé að verða töff og lögin góð. „Keppnin er að verða kúl og lögin alltaf að verða betri þótt flytjendur séu misgóðir. En mér finnst lögin betri eftir því sem árin líða.“ Steinunn tekur undir það og segir að koma Justins Timberlake í fyrra hafi sýnt að Eurovision sé ekki lengur einhver hallærislega skemmtileg hátíð heldur vettvangur fyrir lagahöfunda og söngvara að koma sér á framfæri. „Þetta er orðið mjög stórt með tilkomu samfélagsmiðlanna og þetta verður bara stærra.“ Stór hópur fylgir Svölu út til að allt gangi smurt fyrir sig. Sem verkefnastjórar þurfa þær því að vera á tánum nánast allan sólahringinn. „Við erum hér til að sjá um verkefnið og hópinn og að allir séu að skila sínu,“ segir Soffía. „Og haga sér. Það gengur misvel,“ segir Steinunn og hlær. „Nei, þetta hefur gengið alveg ljómandi vel enda allir hér atvinnufólk fram í fingurgóma. Þetta er auðvitað svolítið stórt og mikið verkefni en búið að ganga vel.“ Eftir að Eurovision lýkur munu þær stöllur ekki sitja með hendur í skauti því fram undan er áframhaldandi vinna. „Við erum heppnar að gera það sem við erum að gera. Við erum að vinna með góðu fólki, fólki sem vill leggja á sig vinnu, sem skiptir miklu máli.“ Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Steinunn Camilla og Soffía Jónsdóttir, umboðsmenn Svölu, hafa fjölmörg járn í eldinum, meðal annars tækninýjungina UNNA, sem hjálpar listamönnum að fá borgað fyrir vinnu sína. „Við erum úti um allt, meira að segja hér í Úkraínu. Umboðsskrifstofan okkar Iceland Sync Management er á Íslandi og svo erum við með tónlistar- og tæknifyrirtæki í Los Angeles sem heitir Icelandic Record / UNNA,“ segir Steinunn Camilla, önnur af umboðsmönnum Svölu Björgvinsdóttur. Hin er Soffía Jónsdóttir og eru þær verkefnastjórar atriðis Svölu og halda utan um það með fagmannlegum hætti. Fínustu smáatriði fara ekki fram hjá vökulum augum þeirra. Það hefur sést frá því að Fréttablaðið kom til Kænugarðs. UNNA er verkefni sem þær settu á laggirnar ásamt Dave Stritzinger og Ray Young. Er það gert til að einfalda hinn flókna bakheim tónlistarinnar.„Við erum að hjálpa höfundum og flytjendum að halda utan um réttindi sín svo þau fái nú örugglega borgað fyrir vinnuna sína. Það eru miklir peningar í umferð sem fólk veit varla af og við erum að hjálpa þeim að finna þá því þeir liggja víða,“ segir Soffía. Þær stöllur fengu smjörþefinn af Eurovision í fyrra þegar þær héldu utan um atriði Öldu Dísar sem endaði í öðru sæti í forkeppninni á Íslandi. Steinunn segir að þróunin á keppninni sé mjög góð og lagið Paper passi vel inn í þá þróun. „Það eru ekki bara trumbur og þjóðlagadót núna þótt það sé skemmtilegt og geri Eurovision að því sem það er en mér finnst Paper passa vel inn í.“ Eurovision er að verða töffSoffía kemur af miklu söngkyni og segir að Eurovision sé að verða töff og lögin góð. „Keppnin er að verða kúl og lögin alltaf að verða betri þótt flytjendur séu misgóðir. En mér finnst lögin betri eftir því sem árin líða.“ Steinunn tekur undir það og segir að koma Justins Timberlake í fyrra hafi sýnt að Eurovision sé ekki lengur einhver hallærislega skemmtileg hátíð heldur vettvangur fyrir lagahöfunda og söngvara að koma sér á framfæri. „Þetta er orðið mjög stórt með tilkomu samfélagsmiðlanna og þetta verður bara stærra.“ Stór hópur fylgir Svölu út til að allt gangi smurt fyrir sig. Sem verkefnastjórar þurfa þær því að vera á tánum nánast allan sólahringinn. „Við erum hér til að sjá um verkefnið og hópinn og að allir séu að skila sínu,“ segir Soffía. „Og haga sér. Það gengur misvel,“ segir Steinunn og hlær. „Nei, þetta hefur gengið alveg ljómandi vel enda allir hér atvinnufólk fram í fingurgóma. Þetta er auðvitað svolítið stórt og mikið verkefni en búið að ganga vel.“ Eftir að Eurovision lýkur munu þær stöllur ekki sitja með hendur í skauti því fram undan er áframhaldandi vinna. „Við erum heppnar að gera það sem við erum að gera. Við erum að vinna með góðu fólki, fólki sem vill leggja á sig vinnu, sem skiptir miklu máli.“
Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira