Sögulegar sættir í stóra límmiðamálinu: Þórunn Antonía og Hildur Lilliendahl sungu I Got You Babe Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 15:41 Þórunn Antonía stjórnar reglulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær bar til tíðinda á einu slíku. Vísir Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher: Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher:
Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15