Smálánafyrirtæki þurfa ekki leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 13:13 Smálánafyrirtæki auglýsa enn rafbókalán þrátt fyrir aðfinnslur Neytendastofu. Vísir/AP Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“ Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“
Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15
Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00