Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15