Mikil fjölgun ofbeldismála gegn börnum og þarf að efla hlustun yfirvalda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:44 Fleiri tilkynningar berast vegna ofbeldis á börnum en það gæti verið breyttu verklagi og vitundarvakningu að þakka. Aftur á móti er ljóst að börn segja ekki frá ofbeldinu fyrr en mun seinna og því á að virkja starfsmenn skóla- og frístundasviðs til að þekkja einkenni ofbeldis. vísir/getty Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar. Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar.
Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45