Mikil fjölgun ofbeldismála gegn börnum og þarf að efla hlustun yfirvalda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:44 Fleiri tilkynningar berast vegna ofbeldis á börnum en það gæti verið breyttu verklagi og vitundarvakningu að þakka. Aftur á móti er ljóst að börn segja ekki frá ofbeldinu fyrr en mun seinna og því á að virkja starfsmenn skóla- og frístundasviðs til að þekkja einkenni ofbeldis. vísir/getty Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar. Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar.
Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45