Mikil fjölgun ofbeldismála gegn börnum og þarf að efla hlustun yfirvalda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:44 Fleiri tilkynningar berast vegna ofbeldis á börnum en það gæti verið breyttu verklagi og vitundarvakningu að þakka. Aftur á móti er ljóst að börn segja ekki frá ofbeldinu fyrr en mun seinna og því á að virkja starfsmenn skóla- og frístundasviðs til að þekkja einkenni ofbeldis. vísir/getty Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar. Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Í dag var haldinn opinn fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar þar sem umfjöllunarefnið var börn og ofbeldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint mikla fjölgun mála sem snerta börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eftir að verkefnið Saman gegn ofbeldi hófst sem er samvinnuverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og grasrótarsamtaka og lýtur að betri þjónustu við brotaþola. Þegar tölfræði Stígamóta er skoðuð kemur í ljós að stærsti hluti þeirra sem koma til Stígmóta urðu fyrir kynferðisofbeldi þegar þau voru börn að aldri. Tæplega sjötíu prósent þeirra sem leita til Stígamóta urðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur en eingöngu tæplega fjögur prósent leita sér aðstoðar á barnsaldri.* „Við erum aðallega að tala við fullorðið fólk sem var beitt kynferðisofbeldi sem börn. Í fyrra komu til okkar 229 einstaklingar sem urðu fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur – tuttugu af þeim höfðu leitað til skólastarfsmanns og rætt við hann um ofbeldið. Þannig að okkur dettur í hug að það mætti bæta hlustunarskilyrði fyrir börn í því umhverfi sem þau eru alla daga og þá leita þau kannski fyrr aðstoðar,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Síðustu ár hefur verið tilraunaverkefni í einum grunnskóla, einum leikskóla og einu frístundaheimili. Verkefnið á einmitt að stuðla að virkari hlustun starfsmanna með fræðslu um einkenni ofbeldis og framleiðslu fræðsluefnis sem getur opnað umræðuna milli barns og starfsmanns. Árangur verkefnisins hefur verið góður. „Öryggi starfsmanna tvöfaldaðist, þeir urðu öruggari í starfinu og fannst þeir geta staðið betur með börnunum og vissu betur hvernig bregðast ætti við vísbendingum um ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar. Hún bætir við að rannsóknir sýni að barn segi fullorðnum frá ofbeldinu sjö til tíu sinnum áður en einhver virkilega hlustar og bregst við. „Við leggjum til að þetta verkefni verði innleitt í öllum skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar svo við séum betr tilbúin að hlusta og vitum hvað við eigum að gera. Svo að börnin geti treyst okkur og finni að þau geti sagt okkur frá,“ segir Heiða sem bar upp tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag og var hún samþykkt einróma. Undirbúningur fyrir innleiðingu verkefnisins mun hefjst nú í sumar.
Tengdar fréttir 126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
126 börn skráð sem brotaþolar hjá lögreglunni Málum, þar sem grunur er á að brotið sé gegn börnum, hefur fjölgað mikið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Frá árinu 2015 til dagsins í dag eru 126 börn skráð sem brotaþolar. Aðallögfræðingur lögreglunnar segir margt hafa áhrif á þróunina, meðal annars vitundarvakningu í samfélaginu. 30. apríl 2017 20:45