Rukkuðu 70 milljónir í Kerið Haraldur Guðmundsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Eigendur Kersins í Grímsnesi hófu að rukka fyrir aðgang að eldgígnum sumarið 2013 og hafa fleiri landeigendur víða um land fylgt í kjölfarið. Aðgangseyrir í Kerið er nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Vísir/Ernir Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira