Stjarnan fékk tvo stórleiki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins en dregið var í hádeginu í dag, bæði í karla- og kvennaflokki.
Í kvennaflokki fékk Stjarnan heimaleik gegn Þór/KA, toppliði Pepsi-deildar kvenna, sem sló ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar.
Karlamegin fá Stjörnumenn, sem tróna á toppi Pepsi-deildar karla, að spreyta sig gegn KR. Stjarnan sló út bikarmeistara Vals í 16-liða úrslitunum.
Leikirnir kvennamegin fara fram 23. og 24. júní en í karlaflokki dagana 2. og 3. júlí. Alla leikina má sjá hér fyrir neðan:
Borgunarbikar kvenna:
Valur - HK/Víkingur
Grindavík - Tindastóll
ÍBV - Haukar
Stjarnan - Þór/KA
Borgunarbikar karla:
Stjarnan - KR
Víkingur R - ÍBV
Leiknir R - ÍA
Fylkir - FH
Stjarnan fékk tvo stórslagi í bikarnum
