Utanríkisráðherra bjartsýnn á samninga við Breta Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 21:00 Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Brexit Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Utanríkisráðherra telur að Íslendingar við nám og störf í Bretlandi þurfi ekki að óttast um sinn hag við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og er bjartsýnn á samninga um stöðu þeirra. Þá vonast hann til að hægt verði að ná hagstæðari fríverslunarsamningi við Breta um íslenskar sjávarafurðir en nú gildir. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tryggir Íslendingum aðgang að fjórfrelsinu svo kallaða. Þannig að íslendingar geta óheft farið til ríkja Evrópusambandsins og stundað þar nám eða atvinnu. Þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu breytist þetta gagnvart Bretlandi. Í dag eru rúmlega tvö þúsund Íslendingar við nám og störf á Bretlandseyjum og um eða yfir 900 Bretar eru á Íslandi í sama tilgangi. Samningar um réttindi íbúa Evrópusambandsins í Bretlandi og Breta í ríkjum sambandsins eru eitt af stóru málunum sem semja þarf um við útgöngu Breta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að á meðan Bretar séu í Evrópusambandinu geti Íslendingar ekki byrjað formlegar samningaviðræður við þá, hvorki einir né í samfloti með EFTA ríkjunum eða Evrópusambandinu. „Við höfum hins vegar haft samband við þá og átt óformlega fundi með breskum ráðamönnum og einnig ráðmenn frá Evrópusambandinu og öðrum ríkjum sem að málinu koma. Það hefur ekkert, hvorki þetta mál né annað komið upp sem veldur okkur áhyggjum,“ segir Guðlaugur Þór. Hins vegar þurfi að semja um þessi mál. Þá liggi ekki fyrir hvort Íslendingar taki upp tvíhliða viðræður við Breta eða semji við þá í samfloti með hinum EFTA ríkjunum og jafnvel Evrópusambandinu. „Hvað heldur þú að sé besta leiðin? Aðalatriðið er að niðurstaðan verði góð, að við höfum samskiptin eins og þau hafa verið fram til þessa og helst betri. Vonandi munum við ná meiri markaðsaðgangi en við höfum núna. Þessi fyrstu skref gera það að verkum að maður er vongóður um að ná góðri niðurstöðu,“ segir utanríkisráðherra. Nú séu allir að tala við alla og undirbúa sig fyrir framhaldið. Þá þurfi Bretar á Íslandi ekki að óttast um stöðu sína. „Auðvitað viljum við að við njótum sömu réttinda í Bretlandi áfram eins og við höfum gert fram til þessa. Það sama á við um þá Breta sem hér eru. Þetta hefur verið gott fyrirkomulag sem allir hafa hagnast á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Brexit Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira