Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. júní 2017 07:00 Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöðugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjaldmiðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðlabanka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenningu sína, er þetta ekki góður vitnisburður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands.Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glaðbeittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það andstæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB-löndum.Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjaldmiðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar?Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjórtán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármálakerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verkfæri eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun