Í þáttunum voru ávallt þrír sérfræðingar og þau voru; Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Þrjú heimili voru heimsótt í hverjum þætti og fengu sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.
Nú er komið að því að kjósa um fallegasta íslenska heimili landsins. Kosningin fer fram á Vísi og verður fyrirkomulagið eftirfarandi: Heimilunum verður skipt í þrjá níu húsa riðla. Efstu húsin úr hverjum riðli komast í úrslit og að lokum stendur eftir fallegast íslenska heimilið.
Hér að neðan má sjá þau níu heimili sem mynda annan riðil af þremur og neðst í fréttinni er hægt að kjósa.
Fyrsti riðill fór í loftið í gær og eru þúsundir lesenda nú þegar búnir að taka þátt.
1. Spákonuhúsið glæsilega í Garðabæ