Dagur býður sig aftur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2017 10:12 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar 45 ára afmæli í dag. visir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira