Hætta á að flugvellirnir teppist Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 23:30 Frá Egilsstaðaflugvelli. Vísir/Vilhelm Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“ Fréttir af flugi Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Brýnt er stækka flughlöðin á varaflugvöllunum á Egilsstöðum og Akureyri þar sem háskalegt ástand gæti annars skapast. Í gærkvöldi þurftu fjórar vélar sem ekki gátu lent í Keflavík vegna skyggnis að snúa til Egilsstaða. Önnur fór til Edinborgar í Skotlandi. Einungis fjórar litlar þotur komast fyrir með góðu móti á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en þá er gert ráð fyrir að vellirnir séu tómir. Séu þetta breiðþotur, líkt og íslensku félögin hafa tekið í notkun, komast mun færri fyrir. Á Reykjavíkurflugvelli er hægt að koma fyrir um tuttugu vélum en hins vegar eru aðstæður í Keflavík og Reykjavík oft svipaðar. Þá eru varaflugvellirnir allir búnir ólíkum eiginleikum. Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna segir ástandið geta orðið hættulegt á háannatíma. „Það þýðir bara að flugvöllurinn teppist bókstaflega. Vegna þess að það eru ekki til dráttarbílar til að færa vélar til eða neitt slíkt. Það getur skapast mjög erfitt og háskalegt ástand," segir Ingvar Tryggvason.Talað fyrir daufum eyrum Ingvar segir nauðsynlegt að stækka flughlöðin á Akureyri og Egilsstöðum eða að byggja akbraut sem væri samsíða flugbrautunum og myndi virka sem yfirfall. Hann segir að félagið hafi margoft bent stjórnvöldum á þetta en talað fyrir daufum eyrum. „Við sjáum það ár eftir ár að það kemur út samgönguáætlun þar sem fjármunir eru eyrnamerktir í framkvæmdir á flugvöllum umhverfis landið. En það næsta sem gerist er að það koma út fjárlög og þá er bara komið núll í alla dálkana. Það verður bara ekki unað við þetta lengur og stjórnvöld verða að fara að koma með einhverja stefnu í flugmálum. Flugregkstur stendur undir 10% af allri landsframleiðslu og það er skýtur skökku við að það skuli ekki vera skýrari stefna,“ segir Ingvar. Efni úr Vaðlaheiðagöngum, sem hægt væri að nýta í stækkun flughlaðsins á Akureyri, hefur legið við völlinn, en stjórnvöld hafa ekki fengist til þess að verja fjármagni í að klára framkvæmdirnar. „Mölin er þarna bara og er að síga og jafna sig. En við bíðum bara," segir Ingvar. „Þetta er bara framkvæmd sem þarf að ljúka við. Undir einhverri skýrri og markvissri stefnu. Því höfum við kallað eftir.“
Fréttir af flugi Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira