
Tala látinna í brunanum í háhýsinu hækkar enn

Áður hafði verið gefið út á þrjátíu manns hafi farist í eldsvoðanum. Talsmaður lögreglunnar segir nú að 58 manns sem vitað er að voru í byggingunni þegar eldurinn kviknaði sé saknað. Gera verði ráð fyrir að fólkið hafi farist samkvæmt frétt Reuters.
Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt heimildum þess gæti um sjötíu manns verið saknað í heildina.
Lögreglan segir að rannsókn á brunanum gæti tekið margar vikur eða jafnvel lengur.
Tengdar fréttir

Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni
Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags.

Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum
David Lammy segir það sem gerðist jafnast á við manndráp af hendi fyrirtækja.

Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum
Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna.

Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum
Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags.

Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London
Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun.

Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London
Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka.