Opnunarkvöld tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fór fram í gærkvöldi þar sem í kringum átta þúsund manns komu saman undir miðnætursólinni til þess að hlýða á þau heimsklassa tónlistaratriði sem skipuleggjendur hátíðarinnar lögðu á borð fyrir þau.
Hátíðin er rétt að byrja og eru ennþá þrjú kvöld eftir en búist er við tæplega 20.000 manns á hátíðina.
Á stærsta svið hátíðarinnar, Valhöll, stigu tónlistarmenn og konur á borð við Þórunn Antoníu, SSSÓL, Fox Train Safari, Jack Magnet ásamt Stuðmönnum og að ógleymdri drottningu fönksins Chaka Khan.
Anton Brink, ljósmyndari 365, fangaði stemninguna í gærkvöldi sem var mjög góð eins og sjá má hér að neðan.
Sjáðu stemninguna á fyrsta kvöldinu á Secret Solstice: Chaka Khan fór á kostum
