Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 07:57 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent