Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:59 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50