Skoða losun fráveituvatns í borholur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:45 Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira