Skoða losun fráveituvatns í borholur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 18:45 Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Síðustu ár hefur verið fjallað um róttækar breytingar á umhverfi Mývatns. Mikið hefur verið af blábakteríum við vatnið og gert það græn- og brúnlitað. Botngróður hefur horfið að mestu á undanförnum árum, hinn sjaldgæfi kúluskítur finnst varla lengurí vatninu, Mývatnsbleikjan er í útrýmingarhættu og hornsílum hefur fækkað verulega. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum sem fá of mikið af næringarefnum. Fyrir ári skilaði samstarfshópur um málefni Mývatns skýrslu þar sem kallað var eftir umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. „Þetta er fyrst og fremst metnaðarfull áætlun - sveitarfélagið og rekstaraðilar vilja vera til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum í Mývatnssveit," segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Í áætluninni er lögð áhersla á að kanna þann möguleika að losa næringarríkt fráveituvatn í borholur sem er þekkt aðferð frá Bandaríkjunum en hefur ekki verið reynt á Íslandi. „Þetta gengur út á að dæla affalli, eða grávatni, niður fyrir vatnsborðið þannig að þetta fer beint niður fyrir vatnið og ofan við hraunið sem er gljúft þannig að það er talið að þetta fari þá bara út í hafið eins og frárennslið í öðrum sveitarfélögum gera á endanum," segir Þorsteinn. Áætlunin gerir ráð fyrir 500-700 milljóna króna kostnaði sem er mikið fyrir lítið sveitarfélag. Þorsteinn lítur á verndun Mývatns sem samstarfsverkefni íslensku þjóðarinnar og treystir á aðkomu ríkisins fyrir næstu skref. „Nú erum við búin að skila okkar umbótaáætlun, búin að vinna okkar heimavinnu en nú stendur upp á ríkið að koma að borðinu eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögum um mývatn og laxá," segir Þorsteinn.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira