Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 11:12 David Lammy segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017 Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13