

Betri þjónusta Strætó
Strætó fyrir alla
Í náinni framtíð vill Strætó einungis notast við vagna með rampi til að tryggja bætt aðgengi og við höfum óskað eftir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu komi sér saman um hönnunarstaðla á stoppistöðvum. Við viljum merkja þær sem eru aðgengilegar í leiðakerfinu svo fólk geti auðveldlega skipulagt sín ferðalög.
Í byrjun árs var framkvæmd þjónustukönnun meðal notenda ferðaþjónustu fatlaðra og verða niðurstöður hennar nýttar við áframhaldandi betrumbætur og þróun þeirrar þjónustu. Við viljum vinna að því í samvinnu við sveitarfélögin að minnka bilið á milli ferðaþjónustu fatlaðra og venjulega Strætó. Það er hægt að gera með mörgum leiðum eins og t.d. auknum upplýsingum, aðgengilegum stoppistöðvum, upplýsingaskiltum í vögnunum og fleiru. Þá býður Reykjavíkurborg nú árskort fyrir ungmenni í ferðaþjónustu fatlaðra sem gilda einnig í almenningsvagna Strætó. Ef reynslan af slíku fyrirkomulagi verður góð standa vonir til að þetta verði innleitt fyrir fleiri hópa.
Stafrænn Strætó
Strætó leggur mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni til að auka upplýsingastreymi til farþega og auðvelda þeim notkun þjónustunnar. Ekki síst á þetta við um rauntímaupplýsingar um ferðir vagnanna og væntanlega brottfarartíma frá stoppistöðvum. Strætó-appið er í stöðugri þróun hvað þetta varðar og sérstakt Strætó-app fyrir ferðaþjónustu fatlaðra er að fæðast. Ný heimasíða Strætó fór einnig í loftið í lok síðasta árs með margs konar nýbreytni.
Þá er með ýmsum hætti unnið að því að auka stundvísi vagnanna og tryggja forgang þeirra í umferðinni. Í sumar verða til að mynda teknar í notkun forgangsreinar á Hringbraut við Klambratún og sífellt fleiri umferðarljós veita vögnum Strætó tölvustýrðan forgang á annatímum.
Strætó – besta leiðin
Íbúar höfuðborgarsvæðisins gera og eiga að gera miklar kröfur á Strætó. Við öll eigum Strætó og það er hagur okkar allra að við nýtum almenningssamgöngur í auknum mæli.
Eftir því sem fleiri ferðast saman í stórum bílum fækkar smáum bílum á vegunum og þar með verður minni þörf á samgöngumannvirkjum og bílastæðum, öryggi íbúa eykst auk þess sem loftgæði verða meiri og losun gróðurhúsalofttegunda minnkar.
En til að við öll getum notað Strætó þarf þjónustan að vera vinsamleg, örugg, aðgengileg fyrir alla og áreiðanleg. Þangað stefnum við öruggum skrefum.
Verkefnin hjá stjórn Strætó hafa verið fjölbreytt yfir síðastliðið ár. Ásamt hefðbundinni stefnumótun hafa stjórnarmeðlimir fylgt eftir rekstrarúttekt hjá fyrirtækinu og farið kerfisbundið í gegnum alla starfsemi Strætó. Tilgangur þessara aðgerða er að fá betri yfirsýn yfir starfsemi fyrirtækisins og gera rekstur Strætó hagkvæmari en um leið umhverfisvænni og þægilegri valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins. Með hagræðingaraðgerðum náðum við að lækka rekstrarkostnað um 250 m.kr. og skiluðum einnig 180 m.kr. afgangi á síðasta ári.
Kjarnastarfsemi Strætó eru gulu Strætóvagnarnir sem keyra um hér á höfuðborgarsvæðinu en við sinnum einnig ferðaþjónustu fyrir fatlað og eldra fólk og umsjón og upplýsingagjöf með strætóakstri um landið fyrir landshlutasamtök. Mér finnst hagræði að því að hafa þessa þjónustu alla undir sama þaki því þá getum við tengt á milli þjónustuleiða.
Stjórn Strætó hefur samþykkt þjónustustefnu sem er í innleiðingu hjá öllum rekstrareiningum Strætó því hvort sem þú ert í Strætó, ferðaþjónustu fatlaðra eða að taka Strætórútu út á landi áttu að geta treyst þjónustunni.
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Strætó.
Skoðun

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar