Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:00 Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim." Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim."
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira