Blindur írakskur flóttamaður vinnur sigur vegna örorkubóta Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 09:30 Tryggingastofnun vildi gera greinarmun á hverjir teldust vera flóttamenn. Vísir/Pjetur Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla. Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja blindum íröskum flóttamanni um örorkulífeyri. Tryggingastofnun taldi aðeins svonefnda kvótaflóttamenn eiga rétt á bótum strax og gæti úrskurðurinn haft fordæmisgildi í slíkum málum. Maðurinn er 44 ára gamall og hefur verið alblindur frá tólf ára aldri. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum til landsins í febrúar í fyrra. Eftir að Útlendingastofnun samþykkti umsókn fjölskyldunnar stöðu flóttamanna sótti maðurinn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur hjá Tryggingastofnun. Tryggingastofnun hafnaði umsókninni í júlí í fyrra og vísaði til almannatryggingalaga um að umsækjendur frá löndum utan EES-svæðisins þurfi að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að vinna sér inn rétt á bótum.Fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu Jörgen Már Ágústsson, lögfræðingur sem vann að málinu, segir það hafa snúist um hvernig eigi að skilgreina hugtakið flóttamaður í reglugerð um framkvæmd almannatrygginga. Maðurinn færði rök fyrir því að staða hans sem flóttamanns gæfi honum rétt til bóta. Stofnunin taldi hins vegar að þágildandi útlendingalög veittu manninum ekki sömu réttindi og þeim flóttamönnum sem stjórnvöld ákveða að taka við og hafa verið nefndir kvótaflóttamenn. Úrskurðarnefndin hafnaði hins vegar túlkun Tryggingastofnunar á lögunum í úrskurði sínum sem féll í síðustu viku. Áður en útlendingalögum var breytt árið 2010 hafi einstaklingar sem Útlendingastofnun veitti vernd ekki verið skilgreindir sem flóttamenn. Lagabreytingin hafi hins vegar breytt skilgreiningunni þannig að þeir teljist síðan vera flóttamenn. Tryggingastofnun þarf að taka málið aftur til meðferðar samkvæmt úrskurðinum. Úrskurðurinn er til skoðunar hjá stofnuninni að sögn Kjartans Guðmundsson, upplýsingarfulltrúa hennar. „Við teljum að þetta sé fordæmisgefandi fyrir aðila sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Jörgen. Á vergangi eftir komuna til landsinsBlindrafélagið aðstoðaði fjölskylduna við málareksturinn. Kristinn H. Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að maðurinn og fjölskylda hans hafi verið á hálfgerðum vergangi eftir komuna til Íslands. Vegfarandi hafi vísað þeim á Blindrafélagið. Í kjölfarið hafi félagið komið fjölskyldunni í þjónustu hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð þess og hún hafi fengið leiguíbúð á þess vegum. Þegar Tryggingastofnun synjaði manninum um örorkulífeyri segir Kristinn að Blindrafélagið hafi tekið við málinu og falið lögmanni sínum að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar. Hann fagnar úrskurði nefndarinnar og telur hann fordæmisgefandi fyrir fólk í sömu stöðu. „Við hljótum þá að reikna með því að hann fari þá bara á bætur,“ segir Kristinn sem telur að kona mannsins, sem einnig er öryrki, sé með sambærilegt mál í gangi hjá Tryggingastofnun.Aðstöðumunur á milli kvótaflóttamanna og annarra Athygli var vakin á aðtöðumun kvótaflóttamanna annars vegar og þeirra einstaklinga sem sækja sjálfir um hæli hér hins vegar í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem kom út í febrúar. Í henni kom einnig fram það viðhorf fólks sem starfar við aðlögun flóttafólks að nauðsynlegt sé að endurskoða þjónustu við flóttamenn til að jafna stöðu þeirra og koma í veg fyrir þá tvískiptingu sem hefur myndast milli hópanna tveggja. Lagt var til að kerfinu yrði breytt og áhersla lögð á að búa til eitt kerfi fyrir alla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00 Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer til Akureyrar, Reykjavíkur, Hveragerðis og á Selfoss. 28. nóvember 2016 19:00
Flóttamenn sagðir hafa óttast að svör þeirra yrðu notuð gegn þeim Skýrsla Alþjóðamálastofnunar kynnt þar sem þjónusta við flóttafólk hér á landi er greind. 27. febrúar 2017 13:56