Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 10:30 Mörg hundruð manns bjuggu í Grenfell Tower. Vísir/AFP Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. Í frétt BBC segir að maður á jörðu niðri hafi náð að grípa ungabarn sem var sleppt út um glugga af níundu eða tíundu hæð hússins. Samira Lamrani segir í samtali við Press Association að fólk hafi birst í gluggum hússins, barið í þá og öskrað. „Gluggarnir voru aðeins opnir, kona gaf merki um að hún væri í þann mund að kasta barni sínu út um gluggann og spurði hvort einhver gæti gripið það. Einhver gerði það, maður hljóp fram og tókst að grípa barnið.“ Lamrani segist hafa séð fólk víðs vegar inni í byggingunni þar sem það barði í glugga og hrópaði á hjálp. „Við sem vorum úti sögðum þeim að við höfðum gert það sem við gátum, höfðum hringt í neyðarlínuna. En svipurinn í andliti þeirra var augljóslega dauði.“ Lamrani segir enn fremur að vinkona dóttur sinnar hafi séð fullorðinn mann reynt að komast út um gluggann og nær jörðu með einhvers konar heimagerðri fallhlíf. Hún segir að hún hafi séð fjölda fólks í gluggum, aðallega börn.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira