Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2017 10:07 Sjónarvottur fylgist með aðgerðum við Grenfell Tower í morgun. Vísir/Getty Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. Hún segist í samtali við CNN hafa hunsað það í fyrstu en þegar hún hafi orðið vör við þyrlunið varð henni ekki um sel. „Mér rann blóðið til skyldunnar og reyndi að komast að því hvað um væri að vera,“ segir Williams. Þá hafi hún mætt hlaupandi manni sem sagði henni að blokkin hans stæði í ljósum logum.Vísir er með beina lýsingu og sjónvarpsútsendingu frá Bretlandi vegna brunans. „Ég ákvað því að elta hann og það sem ég sá næst var heljarinnar eldhaf sem teygði sig upp í loftið. Öskrandi fólk veifaði hvítum fánum eða stuttermabolum út um gluggana,“ lýsir Williams. Hún hafi boðið fram aðstoð sína sem var þegin með þökkum og tók Williams að hlúa að þeim sem komist höfðu úr byggingunni. „Fjölmargir höfðu vafið um sig blautum handklæðum og var ískalt þegar út úr byggingunni var komið enda klukkan að ganga 3 um nótt. Ég bankaði á dyr nærliggjandi húsa og bað um teppi til að hlýja fólkinu,“ segir Willians sem andvarpar og bætir við. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífi mínu og ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur.“Fann ekki 12 ára dóttur sína Hún segir konu sem bjargaðist úr byggingunni hafi haft sérstök áhrif á sig. „Hún var í miklu losti og sagðist ekki finna 12 ára dóttur sína. Ég veit ekki enn hvort henni hafi tekist að finna hana.“ Williams segir hitann í byggingunni hafa verið slíkan að slökkviliðsmenn hafi þurft aðhlynningu. „Þrátt fyrir að vera í hlífðarfatnaði komu þeir stórslasaðir út úr blokkinni. Það hafa líklega um 200 slökkviliðsmenn komið að aðgerðinni. Ég er svo stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu viðbragðsteymi,“ segir Simone Williams. Nálgast má beina lýsingu og útsendingu frá brunanum hér
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30