150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 16:46 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, er líklega ánægður með nýju flokkssystkini sín. Vísir/AFP 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52