Starfsmatskerfi borgarinnar minnkar kynbundinn launamun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2017 12:08 Kennarar voru í mikilli kjarabaráttu fyrir áramót og má hér sjá hóp þeirra koma saman í Hagaskóla fyrir áramót. vísir/ernir Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira