iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 15:00 Steve Jobs með fyrstu gerð iPhone árið 2007. Athugið að afmælishattinum hefur verið bætt inn á myndina. Vísir/Getty Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007. Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007.
Tækni Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira