Samir Nasri gæti kostað City skildinginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 09:00 Nasri sagði sjálfur frá heimsókn sinni til Drip Doctors í desember. Hann hefði betur sleppt því. mynd/twitter Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Saga Samir Nasri, leikmanns Manchester City, er áhugaverð en svo gæti farið að félagið myndi tapa stórfé á kappanum næstu tvö árin. Nasri, sem var í láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er ekki í náðinni hjá Pep Guardiola, stjóra City, auk þess sem að hann gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann. Frakkinn fór í desember síðastliðnum á læknastofu í Los Angeles í Bandaríkjunum sem nefnist Drip Doctors, þar sem honum var veittur vökvi í æð. Slíkt gæti verið brot á lyfjareglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem er með málið til skoðunar hjá sér. Meðferð eins og Nasri fékk eru bannaðar hjá Alþjóðalyfjaeftirlitinu WADA en hann hefði þurft sérstaka undanþágu til að mega fá hana. Nasri greindi sjálfur frá heimsókninni til Drip Doctors á Twitter-síðu sinni. City vill helst selja Nasri en eins og gefur að skilja gæti það reynst erfitt í ljósi þessara tíðinda. Félög í Kína og Tyrklandi hafa áhuga á honum samkvæmt frétt Daily Mail.Samir Nasri fékk rautt eftir viðskipti sín við Jamie Vardy, leikmann Leicester, í Meistaradeild Evrópu í vetur.vísir/gettyÞað hefur gengið á ýmsu hjá Nasri og Manchester City en frægt er þegar Roberto Mancini, þáverandi stjóri City, sakaði hann um að leggja sig ekki fram á æfingum og vera of þungur. Nasri náði þó að spila vel undir stjórn Manuel Pellegrini og skrifaði árið 2014 undir fimm ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund í vikulaun. Hann á því 12,5 milljónir punda inni í launum hjá Manchester City sem metur leikmanninn á 12 milljónir punda. Það gera um 3,3 milljarða króna sem City gæti orðið af vegna heimsóknar Frakkans í Los Angeles. Þess má einnig geta að á Twitter-síðu Nasri, skömmu eftir að hann fór á stofuna í Los Angeles, birtust staðhæfingar þess efnis að hann hafi sængað hjá konu sem starfaði á stofunni. Í ljós kom að það var unnusta Nasri sem stóð á bak við uppákomuna en sjálfur sagði hann að brotist hefði verið inn á Twitter reikning hans. Sjá einnig: Greindi frá framhjáhaldi Nasri á hans eigin Twitter-síðu
Enski boltinn Tengdar fréttir Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30 Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30 Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Shakespeare: Vardy er enginn svindlari Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara. 16. mars 2017 20:30
Nasri: Vardy er svindlari Franski miðjumaðurinn Samir Nasri hjá Sevilla var allt annað en sáttur við framherja Leicester, Jamie Vardy, eftir að sá síðarnefndi fiskaði Nasri af velli í leik liðanna í Meistaradeildinni. 16. mars 2017 09:30
Leicester City komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Englandsmeistarar Leicester City tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á spænska liðinu Sevilla í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 14. mars 2017 21:30