Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:30 Aur flæddi meðal annars inn í kjallara hússins við Strandarveg 27 á Seyðisfirði. Viðlagatrygging Íslands Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18