Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Íbúðalánasjóður átti 102 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í lok aprílmánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins. Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins.
Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira