Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2017 19:45 Theresa May ræðir við Dalia Grybauskaite, forseta Litháen, og Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Vísir/afp Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Theresa May forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu bæði innanlands sem utan. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May kom til Brussel síðdegis til viðræðna við leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um innflytjendamál og réttindi borgara hinna 27 aðildarríkjanna í Bretlandi eftir að Bretar hafa sagt skilið við sambandið. En þegar formlega viðræður um sambandsslitin hófust á mánudag gerði Evrópusambandið það að skilyrði að þau mál yrðu rædd fyrst allra. Þá þurfti breska stjórnin að láta í minni pokann með þá kröfu sína að nýr samningur við Breta yrði ræddur samhliða viðræðum um brotthvarfið. Breski forsætisráðherrann er því í vörn heima og að heiman. Áður en May fór til Brussel í dag gaf hún yfirlýsingu í breska þinginu varðandi brunann í Grenfell-turninum í Lundúnum í síðustu viku. May hefur einnig verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við brunanum, sem hún segir nú að aldrei hefði átt að getað átt sér stað. „Ég mun hér á eftir greina frá því hvernig eldurinn kviknkaði. En eins og ég sagði í gær þá var gráu bætt ofan á svart vegna þess að stuðningur á vettvangi var ekki nógu góður eftir að eldurinn kviknaði. Ég sem forsætisráðherra hef beðist afsökunar áþví og axlað þá ábyrgð að allt verði gert til að bæta fyrir það,“ sagði May. Opinberum leigufélögum hefur verið gert að herða á brunavörnum og eftirliti og einkaaðilum sem leigja út húsnæði hefur verið boðinn aðgangur að áætlunum hins opinbera. Forsætisráðherrann hefur tekið við stjórn á aðgerðarhópi sem leysa á úr vanda þeirra sem misstu heimili sín í Grenfell brunanum. Þá hafa farið fram skoðanir á klæðningum hárra íbúðarbygginga í Lundúnum en klæðningin í Grenfell reyndist mjög eldfim. „Virðulegur forseti, rétt áður en ég gekk í þingsalinn var ég upplýst um að í fjölmörgum tilfellum hafa klæðningar húsanna reynst vera eldfimar. Viðeigandi yfirvöldum og slökkviliðum hefur verið greint frá þessu. Á meðan ég tala hér eru þessir aðilar að stíga skref til að tryggja öryggi þessara bygginga og gera íbúum þessara húsa grein fyrir stöðunni,“ sagði Theresa May á breska þinginu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00 Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39 Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
May neyðst til að bakka með stefnumál Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 22. júní 2017 07:00
Vafasöm klæðning á ellefu háhýsum Þetta er niðurstaðan eftir prófun á sex hundrað háhýsum á Englandi í kjölfar brunans í Grenfell-turninum. 22. júní 2017 13:39
Íbúar Grenfell-turnsins fá nýjar íbúðir Breska ríkisstjórnin hefur útvegað eftirlifandi íbúum Grenfell-turnsins, sem brann í Kensington-hverfi í London í síðustu viku, nýjar félagslegar íbúðir. 21. júní 2017 19:52