Fleiri en Mourinho sakaðir um skattsvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur. Hann hefur ekkert tjáð sig. vísir/afp Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað. Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Spánn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri enska liðsins Manchester United, er sakaður um að hafa stungið 3,3 milljónum evra, andvirði 376 milljóna króna, undan skatti á Spáni á tímabilinu 2011 til 2012. Starfaði hann þá sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Mun málið væntanlega fara fyrir rétt á næstunni, að sögn saksóknara. BBC greindi frá því í gær að Mourinho væri sakaður um að hafa vanrækt að gefa upp tekjur vegna notkunar ímyndar hans í auglýsingum. Sjálfur hefur Mourinho ekki enn tjáð sig um málið. En sá sérstaki, eins og Mourinho er oft kallaður, er langt frá því að vera einstakur þegar að þessu máli kemur. Undanfarin misseri hafa skærustu stjörnur spænsku deildarinnar verið sakaðar um sams konar háttsemi, jafnvel sakfelldar. Þeirra á meðal er Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims. Hann hlaut nýverið 21 mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Faðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður hans, var líka dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Samherjar hans, Javier Mascherano og Neymar hafa sömuleiðis komist í kast við lögin. Var Mascherano dæmdur í skilorðsbundið árslangt fangelsi fyrir skattsvik en Neymar sætir rannsókn fyrir félagaskipti hans til Barcelona árið 2013. Þeir sem telja Messi ekki bestan í heimi telja flestir að Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, sé sá besti. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að Ronaldo er sakaður um að hafa stungið 14,7 milljónum evra undan skatti, andvirði 1,7 milljarða króna. BBC segir að ástæðuna fyrir aðgerðum saksóknara nú megi rekja til svokallaðrar Beckham-löggjafar sem komið var á árið 2003 þegar David Beckham gekk til liðs við Real Madrid. Var erlendum leikmönnum á Spáni þá gert að greiða helmingi minni skatt en innfæddum. Sú lög voru hins vegar afnumin árið 2010 og í kjölfarið hafa rannsakendur komist á snoðir um aflandsfélög sem leikmenn og umboðsmenn þeirra nota til þess að komast hjá því að greiða skatt. Fæstar knattspyrnustjörnur munu þó þurfa að sitja inni fyrir brot sín. Óskrifuð regla er á Spáni að fangelsisdómar undir tveimur árum séu skilorðsbundnir. Hins vegar er aðra sögu að segja um Ronaldo. Þrír ákæruliðir af fjórum í máli hans bera tveggja ára lágmarksrefsingu. Verði hann því dæmdur sekur fyrir fleiri en einn ákærulið gæti hann þurft að sitja inni.Hundeltir skjólstæðingar ofurumbans Fáir umboðsmenn knattspyrnumanna eru jafnstórtækir og umdeildir og Portúgalinn Jorge Mendes. Á meðal skjólstæðinga hans eru Cristiano Ronaldo, Ángel Di María, Falcao og hinn dularfulli Bebé. Nú virðist sem skjólstæðingar Mendes séu sérstök skotmörk spænskra saksóknara. Hafa meðal annars Pepe, Ronaldo, Jose Mourinho, Fabio Coentrao og Falcao verið sakaðir um skattsvik. Falcao hefur sjálfur sagt Mendes aðalsprautuna á bak við skattsvikin. Í desember síðastliðnum greindu blaðamenn Der Spiegel, El Mundo, Sunday Times og NRC frá því að þeir hefðu undir höndum skjöl sem sýndu fram á að Mendes hefði stungið milljörðum undan skatti fyrir skjólstæðinga sína. Því hefur Mendes þó neitað.
Fótbolti Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“