Heimur í höndum skemanns Ole Anton Bieldtvedt skrifar 21. júní 2017 07:00 Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég rakst á orðið skemaður fyrir nokkru, en Halldór Laxness notaði það títt í sínum skrifum, m.a. í Skáldatíma, og meinti hann með því loddari, trúður, blekkingameistari o.þ.h. Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum. Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Að hella olíu á ófriðarbál Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins. Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka. Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum. Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin. Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.Glatt á hjalla í helfararsafni Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem. Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða. Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015. Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps. Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann. Höfundur er kaupsýslumaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun