Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:46 Donald Trump yngri við opnun Trump háhýsis í Vancouver, Kanada. Vísir/Getty Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Sonur og nafni forseta Bandaríkjanna, Donald Trump yngri, hefur staðfest að hann hafi hitt rússneskan lögfræðing með tengsl við rússnesk stjórnvöld á síðasta ári. BBC greinir frá.Um er að ræða fyrstu staðfestu fregnirnar af fundi einhvers úr innsta hring forsetans með aðila tengdum rússneskum stjórnvöldum. Robert Mueller, hinn sérstaki saksóknari bandarísku alríkislögreglunnar, fer nú með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Trump hitti fyrir lögfræðinginn Nataliu Veselnitskaya í háhýsi Trump ásamt þeim Jared Kushner, tengdasyni Trump eldri og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóra föður hans, þann 9. júní 2016, einungis tveimur vikum eftir að faðir hans hafði hlotið útnefningu repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi. Í tilkynningu frá Trump yngri segir að á fundinum hafi einungis verið rætt um ættleiðingastefnu Rússlands og ákvörðun Rússa um að hætta að leyfa Bandaríkjamönnum að ættleiða rússnesk börn. Ekki hafi verið minnst á kosningabaráttu föður hans og enginn fundur hafi átt sér stað eftir þennan. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað árið 2012 að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geti ættleitt rússnesk börn, eftir að bandaríska þingið samþykkti lög sem kveða á um að yfirvöldum þar í landi sé heimilt að frysta eignir rússneskra aðila sem taldir eru tengjast mannréttindabrotum. Vesalnitskaya hefur gegnt lykilhlutverki í að berjast gegn þeirri lagasetningu Pútín, segir að ekki hafi verið rætt um forsetakosningarnar á umræddum fundi. „Ég hef aldrei gengið erinda rússneskra stjórnvalda og ég hef aldrei rætt þetta mál við nokkurn fulltrúa rússnesku ríkisstjórnarinnar.“Uppfært klukkan 22:40: Samkvæmt heimildum New York Times var Trump yngri lofað að honum yrði látið í tjé skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, þáverandi forsetaframbjóðanda demókrata. Ekki er ljóst hvort að Veselnitskaya hafi raunverulega haft viðkomandi gögn undir höndum né hvort hún hafi þá látið Trump hafa þau. Trump hafi þó búist við því þegar hann mætti á fundinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04 Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00 Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Flesti ríki Bandaríkjanna neita að afhenda gögn um kjósendur Fjörutíu og fjögur af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna vilja ekki verða við beiðni "kosningasvindlsnefndar“ Donalds Trump um persónuupplýsingar um kjósendur í ríkjunum. 4. júlí 2017 19:04
Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 6. júlí 2017 20:00
Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag. 7. júlí 2017 18:48