Borgin mátti setja upp verk eftir Erró Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Erfingjar arkitektsins Guðmundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Pálsson teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkamsræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höfundareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust.Einar Páll TamimiErfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna uppsetningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman húsnæði sundlaugarinnar og íþróttahússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönnuðum keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að uppsetning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að uppsetning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingjunum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsérkenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning listaverksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar byggingarinnar með því að skerða höfundarsérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira