Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 20:48 Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00